Kaup á gólfefnum hafa tekið grundvallarbreytingum með parket.is.
Þú færð prufurnar sendar heim að dyrum, pantar litinn og tegundina sem hittir í mark á parket.is. Að lokum færðu gólfefnin send heim að dyrum með öllum fylgiefnum.
Vöruflokkar
hVAÐ ER HVAÐ?
Parket
Margt í umhverfi okkar er framleitt til skammtímanota og endurnýjað eftir straumum og stefnum hverju sinni. Þetta á ekki við um viðarparket en efniviður þess tekur margar aldir að þroskast úti í náttúrunni áður en hann fer í framleiðslu og verður að fallegu gólfparketi inni á heimilunum. En huga þarf vel að umhverfinu til að hægt sé að breyta trjám í falleg viðargólf – gólf sem dást má að í áratugi.
Harðparket er slitsterkt gólfefni með útlit viðarparkets. Mikil pressun í millikjarna og sterk slitfilma gera það að verkum að harðparket þolir mun meira hnjask en viðargólf, þá er yfirborð þess mun slitsterkara og rispast síður. Harðparket er einnig mun ódýrara en hefðbundið parket, mun auðveldara er að leggja það og þrífa yfirborðið. Þessir eiginleikar gera það að vinsælasta gólfefninu á markaðnum í dag.
Vínylgólfefni eru vatnsheld, endingargóð og slitsterk. Þau eru mun þægilegri viðkomu en flest önnur gólfefni og mýktin í efninu eykur hljóðvist.
Vínilgólfefni er auðvelt að leggja og viðhalda yfir líftíma gólfsins.
flísar
Gólfflísar eru eitt af sterkustu gólfefnunum á markaðnum, þær eru með framúrskarandi rispuvörn, eru vatnsheldar, viðhaldsfríar, auðveldar í þrifum og upplitast ekki.
Svo skemmir heldur ekki að þær eru fáanlegar í fjölmörgum stærðum og með ólíkri áferð.
Veggflísar koma í mörgum útfærslum, og eru ólíkar að stærð og gerð. Möguleikarnir til að hanna draumarýmið eru nánast óþrjótandi.
Helsti munurinn á vegg- og gólfflísum liggur aðallega í styrkleikanum. Veggflísar geta verið úr leir/keramík sem gerir styrkleika þeirra minni en gólfflísa og henta þær þar af leiðandi einungis á veggi. Gólfflísar henta hins vegar jafnt á gólf og veggi.
Helluflísar sameina kosti flísa og garðhellna.
Þær eru 2 cm að þykkt og er yfirborð þeirra mjög lokað og hálkustuðull hár, sem gerir það að verkum að gróður og mosi festast síður í þeim.
Hægt er að leggja þær beint ofan á jarðveginn eins og hefðbundnar hellur (með sömu undirvinnu), líma þær niður eins og venjulegar flísar, eða notast við Solidor-undirkerfin, sem eru til í tveimur útfærslum, sem plastundirstöður og álprófílar, en bæði kerfin eru auðveld í notkun.
Parketflísar sameina hlýleika viðarins og styrkleika flísa. Þær eru með framúrskarandi rispuvörn, eru vatnsheldar, viðhaldsfríar, auðveldar í þrifum og upplitast ekki. Parketflísar koma í mismunandi stærðum og útfærslum og henta jafnt innanhúss sem utandyra.