Skip to content

uM PARKET.IS

Parket.is hefur það að markmiði að breyta kaupmynstri gólfefnaviðskipta á Íslandi með
því að gera gólfefnakaup aðgengilegri á netinu án þess að fórna þjónustu við
viðskiptavini með t.d. sýnishornum og/eða tækniþjónustu.

Við verslum eingöngu við þekkta framleiðendur um allan heim. Starfsmenn okkar búa
yfir áratugareynslu af gólfefnaviðskiptum.

Við leggjum áherslu á að veita þér samkeppnishæf verð með því að skera niður kostnað
stórra sýningarsala með tilheyrandi starfsmanna- og rekstrarkostnaði.

Það er okkar trú að framtíð gólfefnaviðskipta liggi í netviðskiptum þar sem neytandinn
fær allar upplýsingar um vöruna á skýran hátt og getur tekið upplýsta ákvörðun um
vöruna sem keypt er.

Við leggjum metnað okkar í að viðskiptin séu einföld en um leið skilvirk. Þess vegna
bjóðum við viðskiptavinum okkar að skila öllu efni sem afgangs verður eða þeir vilja
ekki nota gegn því að þeir komi því áleiðis til okkar aftur í vöruhús.

Við bjóðum upp á tvær leiðir í samskiptum, í gegnum tölvupóst og messenger en með
því höldum við betur utan um öll samskipti og lækkum enn frekar rekstrarkostnað, sem
skilar sér til þín í betri verðum.